Samkvæmt ríkismiðlinum Tass er Shtein eftirlýst fyrir að hafa vísvitandi dreift fölskum upplýsingum um rússneska herinn. Lög sem banna borgurum að ræða herinn voru samþykkt í kjölfar innarásar Rússa í Úkraínu.
Shtein og kærasta hennar Mariia Alekhina, kölluð Masha, flúðu Rússland í fyrra en Alekhina er einn af stofnmeðlimum Pussy Riot og var meðal þeirra sem voru handteknir þegar þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu árið 2012.
Alþingi veitti bæði Alekhinu og Shtein íslenskan ríkisborgararétt í fyrra.
Samkvæmt áströlsku fréttastofunni ABC hefur ekki verið greint frá því hvaða ummæli Shtein er eftirlýst fyrir en ljóst þykir að hún geti ekki snúið aftur til Rússlands á meðan handtökuskipunin er í gildi. Bæði hún og Alekhina hafa áður sætt varðhaldi í Rússlandi.
Shtein þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að verða framseld frá Íslandi, þar sem Ísland framselur ekki eigin ríkisborgara.