Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 23:09 Tvær bandarískar F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. EPA/DAVE NOLAN Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira