Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 17:10 Ekkert bendir til að palestínskir blaðamenn hafi vitað af árás Hamas á Ísrael áður en hún var framin. AP/Ohad Zwigenberg Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40