Haukar svara ÍBV fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 22:30 Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir eru þjálfarar Hauka. Vísir/Hulda Margrét Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan. Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur opinberlega sagst vera ósáttur með vinnubrögð HSÍ og að Haukar hafi ekki viljað fresta leik sínum gegn ÍBV þann 8. nóvember síðastliðinn. Í kjölfarið sendi handknattleiksdeild ÍBV frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmdi vinnubrögð Hauka og HSÍ eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum gegn Haukum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr keppni eins og Sigurður Bragason sagði í viðtali sínu eftir tapið gegn Haukum. Nú hefur handknattleiksdeild Hauka gefið frá sér yfirlýsingu. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi vakið athygli á þessu í ágúst og miðjan október þar sem líklegt væri að ÍBV væri í Evrópukeppni á þessum tíma. „Ekki gekk að fá staðfestan leiktíma og fór ákvörðun til mótanefndar,“ segir í kjölfarið í yfirlýsingunni. Þá taka Haukar fram að „Haukar hafa alltaf komið til móts við lið í Evrópukeppnum og munu gera það áfram.“ Einnig fordæma Haukar það að ÍBV hafi nafngreint Díönu Guðjónsdóttur, annan af þjálfurum liðsins. „Þá er það miður að þjálfari ÍBV skuli nafngreina Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sinni umræðu og draga heilindi hennar í efa. Það er ómaklegt og ómálefnalegt því Díana er afar fagleg í sínum störfum og hefur ávallt hugað að hagsmunum leikmanna er varðar álag og aðra þætti. Hún ákvarðar hins vegar ekki leiktíma leikja heldur mótanefnd.“ Yfirlýsingu Hauka má sjá í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HSÍ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56 Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55 Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 38-17 | Haukar völtuðu yfir ÍBV Haukar unnu afar sannfærandi sigur á Eyjakonum. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar að sigla fram úr. Heimakonur voru ellefu mörkum yfir í hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og enduðu á að vinna með tuttugu og einu marki 38-17. 8. nóvember 2023 21:56
Sigurður sótillur út í HSÍ: Hunsuðu reglu og ætluðu að dæma okkur út úr Íslandsmótinu Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur út í vinnubrögð HSÍ og afstöðu Hauka að vilja ekki fresta leik kvöldsins gegn Eyjastúlkum. 8. nóvember 2023 23:55
Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. 9. nóvember 2023 18:21