Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis Björgvin Ingi Ólafsson skrifar 13. nóvember 2023 09:00 Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar. Gagnadrifið heilbrigðiskerfi Við leitum stöðugt leiða til að bæta kerfið. Á síðustu árum hafa orðið til tæknilausnir sem geta umbreytt heilbrigðisþjónustu bæði hvað varðar skilvirkni rekstrar og gæði þjónustu. Tæknilausnir eru allt frá einföldum lausnum eins og spjallmennum, talgervlum sem skrifa læknaskýrslur eða enn byltingarkenndari lausnir eins og gervigreind sem greinir tegundir krabbameins af áður óþekktri nákvæmni. Samstillt átak kemur okkur í fremstu röð Ísland á einstakt tækifæri til að leiða á heimsvísu uppbyggingu gagnadrifins heilbrigðiskerfis. Við höfum víða sýnt að þegar við leggjumst á eitt þá getum við nýtt smæðina til þess að hreyfa okkur hraðar en stærri en svifaseinni lönd. Sem dæmi náðum við að smíða máltækniinnviði á Íslandi til að vernda tungumálið okkar í stafrænum heimi á mettíma og af slíkum krafti að eftir því var tekið. Við skutum mun algengari tungumálum ref fyrir rass og urðum með þeim fyrstu að verða auðtengjanleg við framsæknar máltæknilausnir eins og ChatGPT. Við tókum okkur líka á í stafrænni stjórnsýslu og vegna fyrirmyndaruppbyggingu Stafræns Íslands er Ísland komið í fremstu röð í stafrænni þróun stjórnsýslu á heimsvísu. Við höfum því endurtekið sýnt hvers við erum megnug þegar teknar eru samstilltar ákvarðanir byggðar á skýrri sýn sem gera okkur kleift að framkvæma þær með hraða, krafti og sveigjanleika hins smáa. Gagnadrifnasta heilbrigðiskerfið Það er ekkert því til fyrirstöðu að við tökum forystu í gagna- og tæknimálum í heilbrigðiskerfinu. Það er urmull af lausnum til sem stjórnendur heilbrigðiskerfa heimsins vita að myndi bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við framþróun. Stórum og svifaseinum kerfum gengur ekki vel að innleiða slíkar lausnir eða skapa sátt um tækniþróun innan heilbrigðiskerfa. Við eigum ekki að þurfa að eiga við sama vanda. Í krafti smæðarinnar og einfaldleika okkar stjórnkerfis eru tækifærin óþrjótandi. Við erum með nokkuð miðstýrt heilbrigðiskerfi þar sem gögn alls opinbera hlutans eru aðgengileg á tiltölulega fáum stöðum sem gerir okkur auðveldara að öðlast heildaryfirsýn gagna heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi erum við almennt vel menntuð, vísindasinnuð og tæknilæs þjóð sem er vön stafrænum lausnum. Við eigum auk þess hámenntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks sem er vel í stakk búinn að breyta og bæta verklag til eflingar gagnanýtingar og gagnagreiningar í kerfinu. Sóknin er hafin Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið framsækna vegferð sem mun kortleggja á heildstæðan hátt, öll gögn heilbrigðiskerfisins. Þessi vinna mun, ef vel tekst til, stuðla að miklum umbótum á nýtingu gagna og tæknilausna í kerfinu. Til dæmis stendur til að gera það mögulegt að greina stöðu mönnunar í heilbrigðiskerfinu, meta framboð, eftirspurn, gæði og framleiðni þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Í samráði við viðeigandi hagsmunaaðila verður greining á stöðu, horfum og áskorunum byggð á traustari undirstöðum og skýrari heimildum en nú er, meðal annars með samtengingu gagna með markvissari hætti en áður hefur verið gert. Gagnadrifið heilbrigðisþing í Hörpu Á þriðjudag heldur heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina heilbrigðisþing í Hörpu. Þar verða gögn heilbrigðiskerfisins í brennidepli. Nýting þeirra, forsendur og tækifæri verða skoðuð í víðu samhengi. Það er mikilvægt að spyrja okkur stöðugt að því hvernig við getum bætt heilbrigðiskerfið. Enn mikilvægara er að geta svarað þeim spurningum vel, byggt svörin á staðreyndum og tekið ákvarðanir okkur öllum til heilla. Þangað stefnum við. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hörpu til ræða þessi mikilvægu mál. Höfundur er meðeigandi hjá Deloitte, ráðgjafi heilbrigðisráðuneytis og meðal ræðumanna á heilbrigðisþingi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun