Takk mamma! Katrín Kristinsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 15:00 Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun