Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 07:26 Látnir og særðir fyrir utan al Shifa eftir eina árás Ísraelshers. AP/Abed Khaled „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira