Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun