Eru mannréttindi einungis orð á blaði? Una María Óðinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:30 Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mannréttindi Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks.
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar