„Komumst yfir en svo þjarma þeir að okkur, fá nokkur horn og skora úr því. Svo var klaufalegt að gefa víti, þeir komast í 2-1. Var ansi erfitt eftir það, ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.
„Ég sá dóminn í hálfleik. Finnst þetta ansi soft, verð að viðurkenna það. Hann (Craig Pawson, dómari leiksins) fer í skjáinn og sér þetta tíu sinnum þar sem það er búið að hægja þetta – sér þá snertingu. Fyrir mér er þetta ekki víti,“ sagði fyrirliðinn um vítaspyrnudóminn sem leiddi til þess að Slóvakía komst 2-1 yfir.
„Við féllum of langt til baka. Kannski smá eðlilegt að falla aðeins til baka eftir að komast yfir en við vorum alltaf ein skrefi eftir á í pressunni. Það er ekki hægt á þessu stigi og sýndi sig í dag.“
„Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum. Ef við komumst í umspilið (um sæti á EM) þá þurfum við að gera mikið betur, vitum það. Nú er það bara næsti leikur, Portúgal úti og það verður erfitt. Það er bara áfram gakk eins og maður segir,“ sagði Jóhann Berg að lokum.