Þorsteinn gerði þrjár breytingar á landsliðshópnum sínum frá síðasta verkefni og skipti meðal annars um tvo af þremur markvörðum sínum. Framherjinn öflugi Sveindís Jane Jónsdóttir er enn frá vegna meiðsla en Þorsteinn kallar aftur á móti á Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur sem stundar nám í Harvard.
Ísland mætir Wales 1. desember og Danmörku 5. desember í síðustu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Ísland er í 3. sæti riðils 3 með þrjú stig. Endi liðið þar fer það í umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig fundur Þorsteins gekk fyrir sig í höfuðstöðvum KSÍ í dag.