Kibbúts er eins konar samyrkjubýli sem stofnuð voru á síðustu öld til að nema land í Palestínu. Þau eru ýmislegs eðlis en þau fyrstu voru stofnuð í upphafi 20. aldarinnar undir áhrifum sósíalískra síónista og einblíndu fyrst og fremst á landbúnað. Árið 2010 voru 270 kibbúts í Ísrael og þar bjuggu um 126 þúsund manns.
„Dauði er betri kostur“
„Mér var eiginlega létt, því ég vildi frekar það en að hún væri tekin gísl. Hvernig þau sögðu mér að Emily væri fundin. Hún fannst í kibbútsinum og hún fannst látin. Ég mun aldrei gleyma þessum þrem setningum,“ segir Thomas Hand, faðir Emily í samtali við AP.

Það var svo þann 31. október að þær upplýsingar bárust honum að lík Emily hefði ekki fundist né erfðaefni í blóði þeirra margra sem létust í Be’eri. Það var ekkert blóð í sprengjubyrginu sem hún hefði notað né í húsi vinkonu sinnar sem hún hefði gist hjá nóttina fyrir árásina.
„Getið þið ímyndað ykkur hvað aumingja litla barnið mitt er að ganga í gegnum á hverjum degi, hrædd um líf sitt? Dauði, dauði er betri kostur fyrir mér,“ segir Thomas.