Rosalynn var eiginkona forsetans Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna. carter gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981.
Carter-samtökin greindu frá andlátinu í yfirlýsingu í dag. Þar segir að Carter hafi átt friðsamlegt andlát umkringd nánustu fjölskyldu.
Carter greindist með heilabilun í maí. Á föstudag var tilkynnt að hún hefði verið flutt á dvalarheimili í Georgíuríki og að hún dveldi þar ásamt eiginmanninum. Jimmy, sem varð 99 ára í október, hefur dvalið á dvalarheimili síðan í febrúar.
Jimmy og Rosalynn Carter héldu upp á 77. brúðkaupsafmæli sitt í júlí, og eru þau lengst giftu forsetajón í sögu Bandaríkjanna. Saman áttu þau fjögur börn.