Utan vallar: Enginn Siggi Jóns en söguleg sigurganga fékk verðskuldað sviðsljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 10:01 Skagamenn fagna eftir að hafa unnið Keflvíkinga, 2-1, í bikarúrslitaleiknum 1993. ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason Lokaþáttur Skagans, heimildaþátta um sigurgöngu fótboltaliðs Skagamanna á tíunda áratugnum, fór í loftið á mánudaginn var og það má hrósa þeim sem að honum stóðu fyrir skemmtilega og fróðlega þætti. Mánudagskvöldin hafa nefnilega tilheyrt Skagamönnum síðustu vikurnar enda verið að rifja upp mestu sigurgöngu íslensks fótboltaliðs. Nú fimm þáttum síðar höfðum við fengið skemmtilega innsýn í þessu sigursælu ár á Akranesi frá 1992 til 1996. Sögur af miklum köppum, ótrúlegum sigurvegurum og umfram allt gallhörðum Skagamönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta magnaða Skagalið var byggt upp af stórum hluta á heimamönnum með stórt hjarta og mikinn sigurvilja ásamt nokkrum frábærum aðkomumönnum sem fullkomnuðu hópinn. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð eftir að hafa fallið úr deildinni tveimur árum fyrir fyrsta titilinn. Ótrúleg endurkoma og enn ótrúlegri sigurganga var magnað afrek hjá þeim gulu og glöðu. Framarar vildu reyndar minna á sex ára sigurgöngu sína á öðrum áratug síðustu aldar en þar má ekki gleyma að Framarar unnu tvo fyrstu titlana (1913 og 1914) án þess að spila einn einasta leik þar sem erkifjendurnir í KR fóru í verkfall. Sigurganga Skagamanna frá 1992 til 1996 er sú glæsilegasta í sögu íslenska fótboltans. Á því er ekki nokkur vafi. Ef eitthvað íþróttaafrek ætti skilið heimildaþætti þá var það þessi sigurganga Skagamanna og nú höfum við fengið þá í þessum fínu fimm þáttum sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu síðustu vikur. Eitt af því skemmtilega var það hversu ólíkt meistaraliðin voru og hvernig þeim tókst að vega það upp að missa oft lykilmenn á milli ára. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fóru bæði eftir 1992 og 1995 tímabilin, markmetshafinn Þórður Guðjónsson, þjálfarinn Guðjón Þórðarson, markvörðurinn Kristján Finnbogason og bestu erlendu leikmenn liðsins, Lúkas Kostic og Mihajlo Bibveric yfirgáfu Skagann eftir 1993 tímabilið og Sigurður Jónsson fór aftur út eftir 1995 tímabilið. Endalausar risastórar breytingar. Alltaf tókst Skagamönnum að halda sigurgöngunni áfram og þar munaði um að hver gulldrengurinn á fætur öðrum kom upp úr unglingastarfinu. Sigurður Jónsson í leik með Arsenal á Englandsmeistaratímabilinu 1990-91.Getty/Mark Leech Ég saknaði samt í þáttunum að heyra viðtal við Sigurð Jónsson og fjarvera hans var vissulega ákveðin vonbrigði en því miður vildi hann ekki vera með. Það hefði líka verið mjög gaman að heyra í litríkum karakterum eins og þeim Mihajlo Bibercic eða Kolbeini kaftein (Zoran Miljkovic). Við fengum aftur á móti í staðinn magnaðar lýsingar liðsfélaga þeirra á þessum miklu týpum og frábæru fótboltamönnum. Sigurður átti magnaða endurkomu í íslenska fótboltann 1992, ári eftir að hann hafði verið hluti af Englandsmeistaraliði Arsenal. Meiðsli komu í veg fyrir frama í ensku deildinni og háðu honum vissulega að einhverju leiti hér heima. Það var þó seint metið til fulls að fá heimamann í þessum klassa inn í liðið þitt. Sigurður átti stórkostlegt tímabil sumarið 1993 en þá fengu Skagamenn einnig Ólaf Þórðarson heim og úr varð líklegast besta fótboltalið Íslands fyrr eða síðar. Vonandi fáum við sögu Sigurðar fram í dagsljósið einhvern tímann síðar. Það sem við fengum aftur á móti var frábæra innsýn í sögulega sigurgöngu sem seint verður toppuð hér á landi. Það hefur ekkert lið unnið þrjá ár í röð síðan árið 2006 (FH 2004-06) hvað þá að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Takk fyrir mig. Besta deild karla ÍA Utan vallar Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Mánudagskvöldin hafa nefnilega tilheyrt Skagamönnum síðustu vikurnar enda verið að rifja upp mestu sigurgöngu íslensks fótboltaliðs. Nú fimm þáttum síðar höfðum við fengið skemmtilega innsýn í þessu sigursælu ár á Akranesi frá 1992 til 1996. Sögur af miklum köppum, ótrúlegum sigurvegurum og umfram allt gallhörðum Skagamönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta magnaða Skagalið var byggt upp af stórum hluta á heimamönnum með stórt hjarta og mikinn sigurvilja ásamt nokkrum frábærum aðkomumönnum sem fullkomnuðu hópinn. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð eftir að hafa fallið úr deildinni tveimur árum fyrir fyrsta titilinn. Ótrúleg endurkoma og enn ótrúlegri sigurganga var magnað afrek hjá þeim gulu og glöðu. Framarar vildu reyndar minna á sex ára sigurgöngu sína á öðrum áratug síðustu aldar en þar má ekki gleyma að Framarar unnu tvo fyrstu titlana (1913 og 1914) án þess að spila einn einasta leik þar sem erkifjendurnir í KR fóru í verkfall. Sigurganga Skagamanna frá 1992 til 1996 er sú glæsilegasta í sögu íslenska fótboltans. Á því er ekki nokkur vafi. Ef eitthvað íþróttaafrek ætti skilið heimildaþætti þá var það þessi sigurganga Skagamanna og nú höfum við fengið þá í þessum fínu fimm þáttum sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu síðustu vikur. Eitt af því skemmtilega var það hversu ólíkt meistaraliðin voru og hvernig þeim tókst að vega það upp að missa oft lykilmenn á milli ára. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fóru bæði eftir 1992 og 1995 tímabilin, markmetshafinn Þórður Guðjónsson, þjálfarinn Guðjón Þórðarson, markvörðurinn Kristján Finnbogason og bestu erlendu leikmenn liðsins, Lúkas Kostic og Mihajlo Bibveric yfirgáfu Skagann eftir 1993 tímabilið og Sigurður Jónsson fór aftur út eftir 1995 tímabilið. Endalausar risastórar breytingar. Alltaf tókst Skagamönnum að halda sigurgöngunni áfram og þar munaði um að hver gulldrengurinn á fætur öðrum kom upp úr unglingastarfinu. Sigurður Jónsson í leik með Arsenal á Englandsmeistaratímabilinu 1990-91.Getty/Mark Leech Ég saknaði samt í þáttunum að heyra viðtal við Sigurð Jónsson og fjarvera hans var vissulega ákveðin vonbrigði en því miður vildi hann ekki vera með. Það hefði líka verið mjög gaman að heyra í litríkum karakterum eins og þeim Mihajlo Bibercic eða Kolbeini kaftein (Zoran Miljkovic). Við fengum aftur á móti í staðinn magnaðar lýsingar liðsfélaga þeirra á þessum miklu týpum og frábæru fótboltamönnum. Sigurður átti magnaða endurkomu í íslenska fótboltann 1992, ári eftir að hann hafði verið hluti af Englandsmeistaraliði Arsenal. Meiðsli komu í veg fyrir frama í ensku deildinni og háðu honum vissulega að einhverju leiti hér heima. Það var þó seint metið til fulls að fá heimamann í þessum klassa inn í liðið þitt. Sigurður átti stórkostlegt tímabil sumarið 1993 en þá fengu Skagamenn einnig Ólaf Þórðarson heim og úr varð líklegast besta fótboltalið Íslands fyrr eða síðar. Vonandi fáum við sögu Sigurðar fram í dagsljósið einhvern tímann síðar. Það sem við fengum aftur á móti var frábæra innsýn í sögulega sigurgöngu sem seint verður toppuð hér á landi. Það hefur ekkert lið unnið þrjá ár í röð síðan árið 2006 (FH 2004-06) hvað þá að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Takk fyrir mig.
Besta deild karla ÍA Utan vallar Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira