Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 15:41 Carrin F. Patman var skipuð sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í ágúst í fyrra. Hún er lögfræðingur að mennt. Sendiráð Bandaríkjanna Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Húsið var byggt árið 1928, teiknað af Einari Erlendssyni en það er tveggja hæða steinhús með hálfniðurgröfnum kjallara og risi. Lóðin er afmörkuð með steyptum garðveggjum á allar hliðar. Árið 2016 voru teiknaðar breytingar á húsinu og stakstæður bílskúr á baklóð. Bandaríska ríkið keypti húsið árið 2020 og ætlar það til búsetu sendiherra síns á Íslandi. Bandaríska sendiráðið sendi umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að byggja setustofu fyrir starfsmenn/öryggisverði sendiráðsins ofan á bílskúrinn á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði íbúð. Einnig var sótt um skýli fyrir öryggisvörð, framan við húsið. Sú umsókn hefur valdið töluverðu umtali meðal nágranna í vesturbænum. Þá var sótt um að reisa öryggisgirðingu inni á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða. Til að bæta aðgengi fyrir fatlaða að húsinu og innan þess var sótt um að byggja lyftuhús á norðausturhorn þess, aftan og ofan á anddyri frá 2016. Lyftan mun ganga á milli allra hæða, að rishæðinni undanskilinni. „Verulegar breytingar verða á innra skipulagi hússins, nema í risi. Nokkrir gluggar verða færðir til og gluggi á austurhlið verður felldur út, en í hans stað verði blindgluggi,“ segir í samantekt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ekki skipulagslega athugasemd við breytingar á girðingum á lóðinni, að nágrannalóðum á Sólvallagötu 12 og 16 og innan við garðvegg meðfram götunni að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Meðal annars að hæð girðingarinnar má ekki vera hærri en girðinga í lóðarmörkum og að bilið á milli girðinga og garðveggjar sé nægilegt til að koma fyrir gróðurbeði með stórum gróðri, runnum og blómum sem eru til prýði fyrir götumyndina og draga úr áhrifum og sýnileika nýju girðingarinnar. Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd við byggingu lyftuhúss aftan og ofan á anddyri eða gluggabreytingar enda falli öll útfærsla og efnisval vel að byggingarstíl hússins og tekið mið af umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í beiðni um að staðsetja vakthús fremst á lóðinni. Þá segir í svari fulltrúans að breytingar á umfangi bílskúrs hafi ekki áhrif á götumynd en skuggavarpsmyndir sem sýni grenndaráhrif þurfi að fylgja byggingarleyfisumsókn áður en skipulagsfulltrúi geti tekið endanlega afstöðu til umfangsins sem sótt er um. Tengd skjöl Sólvallagata_14_-_umsögn_skipulagsfulltrúa_(002)PDF1.3MBSækja skjal
Sendiráð á Íslandi Reykjavík Skipulag Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira