Pep segir mál City vera allt öðruvísi en mál Everton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Pep Guardiola segir að ekki sé hægt að bera mál Manchester City og Everton saman. Robin Jones/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ekki sé hægt að bera mál félagsins, þar sem félagið er sakað um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, saman við mál Everton. Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira