Vísindamenn telja að stór hluti kvikunnar, sem liggur undir Grindavík, sé storknuð. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu sem ætlar að skýra stöðuna.
Langþráðir endurfundir urðu á sjúkrastofnun í Ísrael þegar börn hittu foreldra sem hafa undanfarið verið í gíslingu Hamas-samtakana. Fjölmenni var í ljósagöngu sem fór fram í Reykjavík til stuðnings Palestínu í dag.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem sorgartré var tendrað nú rétt fyrir fréttir og sjáum hvernig stemningin var á bókahátíð í Hörpu í dag.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.