Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu.
Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu.
Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður.
Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu.
Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten.