Tók konu kverkataki og dró hana burt Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 10:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar gegn konu. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í húsnæði í Reykjavík árið 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að slá konuna í andlitið með flötum lófa, tekið hana kverkataki og haldið henni í gólfinu með því að þrengja að höndum hennar, og haldið fyrir vit hennar. Honum er síðan gefið að sök að hafa tekið um ökkla konunnar og dregið hana út úr húsinu. Í ákærunni segir jafnframt að maðurinn hafi dregið konuna á hárinu niður stigagang hússins, en ákæruvaldið féll frá lýsingunni um að hann hafi „dregið hana á hárinu“. Fyrir vikið hlaut kona nokkurra áverka í andliti og víðar um líkamann. Játaði sök Í dómi málsins kemur fram að maðurinn hafi skýlaust játað sök. Dómnum þótti með játningu hans og samkvæmt öðrum gögnum málsins að brot hans væru sönnuð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hafi beinst gegn heilsu og velferð konunnar og að þau hafi valdið henni líkamstjóni. Hins vegar lagði maðurinn fram staðfestingu á því að hann hafi leitað sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Jafnframt þyrfti að líta til þess að langt sé liðið síðan maðurinn framdi brotið. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextíu daga skilorðsbundna refsingu. Einnig er honum gert að greiða lögmanns- og sakarkostnað málsins, sem hljóðar upp á rúmlega 225 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað í húsnæði í Reykjavík árið 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að slá konuna í andlitið með flötum lófa, tekið hana kverkataki og haldið henni í gólfinu með því að þrengja að höndum hennar, og haldið fyrir vit hennar. Honum er síðan gefið að sök að hafa tekið um ökkla konunnar og dregið hana út úr húsinu. Í ákærunni segir jafnframt að maðurinn hafi dregið konuna á hárinu niður stigagang hússins, en ákæruvaldið féll frá lýsingunni um að hann hafi „dregið hana á hárinu“. Fyrir vikið hlaut kona nokkurra áverka í andliti og víðar um líkamann. Játaði sök Í dómi málsins kemur fram að maðurinn hafi skýlaust játað sök. Dómnum þótti með játningu hans og samkvæmt öðrum gögnum málsins að brot hans væru sönnuð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hafi beinst gegn heilsu og velferð konunnar og að þau hafi valdið henni líkamstjóni. Hins vegar lagði maðurinn fram staðfestingu á því að hann hafi leitað sér aðstoðar vegna hegðunar sinnar. Jafnframt þyrfti að líta til þess að langt sé liðið síðan maðurinn framdi brotið. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextíu daga skilorðsbundna refsingu. Einnig er honum gert að greiða lögmanns- og sakarkostnað málsins, sem hljóðar upp á rúmlega 225 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent