Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 11:01 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark í sigurleiknum á EM í sumar sem á endanum færði íslenska liðinu sæti í umpilsleiknum í dag. Hér sést hún á æfingu með liðinu fyrir leikinn. KSÍ Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira