„Þetta eyðileggur handboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 12:29 Króatía vann Kína með 26 marka mun í heldur óspennandi leik á HM í gær. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira