Ferðin einkenndist af glamúr, glimmer og glæsileika þar sem kampavín, hælaskór og merkjavara var í hávegum.
Vinkonurnar sýndu meðal annars frá því þegar þær kíktu í verslun tískurisans Chanel þar sem tekið var á móti þeim með freyðandi búbblum og makkarónum. Eftir heimsóknina virtist Sunneva Einars einu hálsmeni ríkari þar sem hún birti mynd af gripnum.






Stjarna kvöldsins
Í gærkvöldi skáluðu vinkonurnar fyrir Hildi Sif á veitingastaðnum L 'Avenue. Þær voru hver annarri glæsilegri í dökkum kjólum. Hildur Sif var án efa stjarna kvöldsins klædd hvítum síðum pallíettukjól, hvítum hælaskóm og ljósum gervipels.
„Ég á afmæli!! Ég fagnaði 30 ára afmæli mínu í París með mínum bestu,“skrifaði Hildur Sif við myndir af sér frá kvöldinu með rauða bollaköku í hönd.


Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá kvöldinu.








