Að líka illa við yfirmanninn sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. desember 2023 07:00 Það er rosalega vond tilfinning að kunna ekki við yfirmanninn sinn. En hvað er málið? Og hvernig getum við reynt að átta okkur á því hvað er best fyrir okkur sjálf að gera? Vísir/Getty Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. Því já, staðreyndin er sú að sumt fólk einfaldlega kann ekki við yfirmann sinn. En líkar vel við starfið sitt og vinnufélagana. Margt getur spilað þar inn í. Hvernig týpa yfirmaðurinn er yfir höfuð. Hlýleg manneskja, kaldhæðin, hrósar fólki, talar niður til fólks…. Hér geta birtingarmyndirnar verið alls konar. Við skulum vona að í sem flestum tilfellum líki fólki nokkuð vel við yfirmann sinn. Ekki aðeins svo það sé ánægðara í starfi, heldur hafa rannsóknir sýnt að það eru mun meiri líkur á að okkur gangi vel í vinnunni og starfsframanum, þegar okkur kemur vel saman við þann aðila sem stjórnar. En hvað er til ráða þegar við gerum það ekki? Um þessi mál er búið að skrifa fjöldann allan af greinum. Til dæmis má lesa ágætis grein á ensku í Harvard Business Review um það hvernig við getum látið okkur lynda betur við yfirmanninn okkar, sjá hér. Hér eru líka nokkur einföld ráð. #1: Hvað er málið? Það er ekki nóg að segja: Ég þoli hann/hana ekki. Við verðum að vera með haldbærari skýringar en það. Veltum til dæmis fyrir okkur: Hverjum líkar ekki við hvern? Finnst þér að yfirmanninum líki ekki við þig eða er það öfugt. Eða gagnkvæmt? Gott er að gera smá greiningu í huganum. Var sambandið ykkar til dæmis einu sinni mun betra og kom eitthvað upp sem breytti því? Ertu að sinna þínu vel? Og svo framvegis. #2: Að læra af sínum eigin mistökum Áður en við dæmum allt á yfirmanninn og hvers konar týpa sá/sú er, skulum við líka vera hugrökk og líta í eigin barm. Því ef það er eitthvað sem við kannski mættum betrumbæta sjálf, þá skulum við ekki sleppa því skrefi að átta okkur á því hvað það er og vinna síðan áfram með það. #3: Lausnin okkar Það segir sig sjálft að það er erfitt að vinna allt árið um kring á vinnustað þar sem okkur líkar ekki vel við yfirmanninn. Þannig að næst er að velta fyrir okkur hvernig hægt er að leysa úr málum. Í flestum tilfellum virkar ekki vel að ,,klaga“ yfirmanninn, nema tilefni sé til og þá að vel undirbúnu máli. En ef málið snýst aðeins um persónulega upplifun á yfirmanninum horfir málið öðruvísi við. Skrifaðu niður það sem truflar þig mest og veltu fyrir þér lausnina út frá því. Dæmi: Það sem truflar mig mest er að mér finnst ekki alveg nægilega skýrt hvað hann/hún eiginlega ætlast til af mér og hvers vegna hann/hún er svona óánægður með mig? Ef þetta er raunverulega skýringin á því hvernig þér líður, fælist lausnin í því að fá samtal hjá yfirmanninum eða einhverjum sem þú telur þig geta rætt við, til þess að fá skýringu á því til hvers er ætlast til af þér. Í framhaldinu getur þú síðan áttað þig á því hvort þetta hreinsi andrúmsloftið og þú ferð að upplifa stöðuna öðruvísi. #4: Það jákvæða Þá er það jákvætt viðhorf. Því það er algjörlega sama í hvaða aðstæðum við erum, okkur tekst alltaf að takast betur á við þær ef við erum jákvæð frekar en neikvæð. Allt sem þér finnst því jákvætt við vinnuna þína og yfirmanninn þinn er því ágætt að lista upp. Já, þú last rétt: Skrifaðu niður það sem þér finnst jákvætt við yfirmann þinn. Því það er þannig að enginn er svo ómögulegur að það sé ekki eitthvað jákvætt líka. Því ef okkur finnst það, hvað er það þá að segja um okkur sjálf? Ekkert okkar getur nefnilega verið svo dómhart að segja að önnur manneskja sé fullkomlega ómöguleg. Við erum nefnilega öll breysk og eigum öll okkar kosti og galla. #5: Að skipta um vinnu Ef þú ert ánægð/ur í starfi er alls ekkert víst að það sé rétt skref fyrir þig að segja upp og hætta. Því það er ekkert víst að þér muni líka næsta starf eins vel. Ef þú ert hins vegar óánægð/ur í starfi, horfir málið öðruvísi við. Því að þegar við erum óánægð, erum við líklegri til að falla í gryfju neikvæðra hugsana. Líka að hætta að þola fólk. Veltu fyrir þér skynsömum skrefum. Hvað er best fyrir þig? Hvað langar þig helst til að gera? Hvernig sæir þú fyrir þér að gera það? Hvernig mun þér líða þegar þangað er komið? Það sama á við ef þér finnst þú eiginlega í kolröngu starfi eða á kolrangri hillu. Þá snýst verkefnið líka um að huga að þínum eigin draumum og væntingum og vinna að því að ná þeim markmiðum sem þú heldur að séu best fyrir þig. En hætta að eyða orkunni í að hugsa um hvað þér finnst um einhverja aðra manneskju. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Þríeykið gott dæmi um að teymi virka betur en einstaka stjórnendur Pétur Arason segir teymi vera leiðtoga framtíðarinnar frekar en að áhersla sé lögð á einstaka stjórnendur og hið hefðbundna pýramídaskipurit. 22. júlí 2020 10:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Því já, staðreyndin er sú að sumt fólk einfaldlega kann ekki við yfirmann sinn. En líkar vel við starfið sitt og vinnufélagana. Margt getur spilað þar inn í. Hvernig týpa yfirmaðurinn er yfir höfuð. Hlýleg manneskja, kaldhæðin, hrósar fólki, talar niður til fólks…. Hér geta birtingarmyndirnar verið alls konar. Við skulum vona að í sem flestum tilfellum líki fólki nokkuð vel við yfirmann sinn. Ekki aðeins svo það sé ánægðara í starfi, heldur hafa rannsóknir sýnt að það eru mun meiri líkur á að okkur gangi vel í vinnunni og starfsframanum, þegar okkur kemur vel saman við þann aðila sem stjórnar. En hvað er til ráða þegar við gerum það ekki? Um þessi mál er búið að skrifa fjöldann allan af greinum. Til dæmis má lesa ágætis grein á ensku í Harvard Business Review um það hvernig við getum látið okkur lynda betur við yfirmanninn okkar, sjá hér. Hér eru líka nokkur einföld ráð. #1: Hvað er málið? Það er ekki nóg að segja: Ég þoli hann/hana ekki. Við verðum að vera með haldbærari skýringar en það. Veltum til dæmis fyrir okkur: Hverjum líkar ekki við hvern? Finnst þér að yfirmanninum líki ekki við þig eða er það öfugt. Eða gagnkvæmt? Gott er að gera smá greiningu í huganum. Var sambandið ykkar til dæmis einu sinni mun betra og kom eitthvað upp sem breytti því? Ertu að sinna þínu vel? Og svo framvegis. #2: Að læra af sínum eigin mistökum Áður en við dæmum allt á yfirmanninn og hvers konar týpa sá/sú er, skulum við líka vera hugrökk og líta í eigin barm. Því ef það er eitthvað sem við kannski mættum betrumbæta sjálf, þá skulum við ekki sleppa því skrefi að átta okkur á því hvað það er og vinna síðan áfram með það. #3: Lausnin okkar Það segir sig sjálft að það er erfitt að vinna allt árið um kring á vinnustað þar sem okkur líkar ekki vel við yfirmanninn. Þannig að næst er að velta fyrir okkur hvernig hægt er að leysa úr málum. Í flestum tilfellum virkar ekki vel að ,,klaga“ yfirmanninn, nema tilefni sé til og þá að vel undirbúnu máli. En ef málið snýst aðeins um persónulega upplifun á yfirmanninum horfir málið öðruvísi við. Skrifaðu niður það sem truflar þig mest og veltu fyrir þér lausnina út frá því. Dæmi: Það sem truflar mig mest er að mér finnst ekki alveg nægilega skýrt hvað hann/hún eiginlega ætlast til af mér og hvers vegna hann/hún er svona óánægður með mig? Ef þetta er raunverulega skýringin á því hvernig þér líður, fælist lausnin í því að fá samtal hjá yfirmanninum eða einhverjum sem þú telur þig geta rætt við, til þess að fá skýringu á því til hvers er ætlast til af þér. Í framhaldinu getur þú síðan áttað þig á því hvort þetta hreinsi andrúmsloftið og þú ferð að upplifa stöðuna öðruvísi. #4: Það jákvæða Þá er það jákvætt viðhorf. Því það er algjörlega sama í hvaða aðstæðum við erum, okkur tekst alltaf að takast betur á við þær ef við erum jákvæð frekar en neikvæð. Allt sem þér finnst því jákvætt við vinnuna þína og yfirmanninn þinn er því ágætt að lista upp. Já, þú last rétt: Skrifaðu niður það sem þér finnst jákvætt við yfirmann þinn. Því það er þannig að enginn er svo ómögulegur að það sé ekki eitthvað jákvætt líka. Því ef okkur finnst það, hvað er það þá að segja um okkur sjálf? Ekkert okkar getur nefnilega verið svo dómhart að segja að önnur manneskja sé fullkomlega ómöguleg. Við erum nefnilega öll breysk og eigum öll okkar kosti og galla. #5: Að skipta um vinnu Ef þú ert ánægð/ur í starfi er alls ekkert víst að það sé rétt skref fyrir þig að segja upp og hætta. Því það er ekkert víst að þér muni líka næsta starf eins vel. Ef þú ert hins vegar óánægð/ur í starfi, horfir málið öðruvísi við. Því að þegar við erum óánægð, erum við líklegri til að falla í gryfju neikvæðra hugsana. Líka að hætta að þola fólk. Veltu fyrir þér skynsömum skrefum. Hvað er best fyrir þig? Hvað langar þig helst til að gera? Hvernig sæir þú fyrir þér að gera það? Hvernig mun þér líða þegar þangað er komið? Það sama á við ef þér finnst þú eiginlega í kolröngu starfi eða á kolrangri hillu. Þá snýst verkefnið líka um að huga að þínum eigin draumum og væntingum og vinna að því að ná þeim markmiðum sem þú heldur að séu best fyrir þig. En hætta að eyða orkunni í að hugsa um hvað þér finnst um einhverja aðra manneskju.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Þríeykið gott dæmi um að teymi virka betur en einstaka stjórnendur Pétur Arason segir teymi vera leiðtoga framtíðarinnar frekar en að áhersla sé lögð á einstaka stjórnendur og hið hefðbundna pýramídaskipurit. 22. júlí 2020 10:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09
Þríeykið gott dæmi um að teymi virka betur en einstaka stjórnendur Pétur Arason segir teymi vera leiðtoga framtíðarinnar frekar en að áhersla sé lögð á einstaka stjórnendur og hið hefðbundna pýramídaskipurit. 22. júlí 2020 10:00
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks. 15. júní 2021 07:00