Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2023 13:55 Íslandspóstur mátti ekki nýta sér upplýsingarnar úr ökuritanum. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi. Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Póstmannafélag Íslands (PFÍ) sendi kvörtun fyrir hönd starfsmannsins til Persónuverndar eftir að honum hafði verið tjáð að notast hafi verið við gögn úr ökurita ökutækis sem hann hafði til afnota við störf hjá fyrirtækinu. Var starfsmanninum tjáð að ökuritinn væri í bílnum til þess að fylgjast með ökuhæfni starfsmanna. Sannreyndu afköst hans með upplýsingum úr ökurita „Vísar PFÍ til þess að Íslandspóstur hafi farið yfir gögn úr ökurita bifreiðar sem kvartandi hafði afnot af langt aftur í tímann í þeim tilgangi að sannreyna starfsafköst hans og hversu löng matarhlé hann hefði tekið,“ segir í kvörtuninni. „Telur PFÍ það ekki rúmast innan tilgangs vinnslunnar að nota ökuritana til að vakta það hvort og hvenær starfsmaður hafi ákveðið að taka hádegishlé og nota þær upplýsingar sem rökstuðning fyrir uppsögn hans úr starfi.“ Íslandspóstur svaraði Persónuvernd og sögðust forsvarsmenn þar hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga þar sem bílstjórinn hafi gefið samþykki fyrir því. Honum hafi verið gerð grein fyrir rafrænni vöktun og hann fengið fræðsluefni. Samræmist ekki reglum „Einnig hafi kvartandi mátt vera meðvitaður um að starfsafköst hans kynnu að vera skoðuð með aðstoð ökuritans, sérstaklega í ljósi þess að kvartanir hefðu borist fyrirtækinu í aðdraganda uppsagnar vegna afkasta hans í starfi, þar sem honum hafi verið kunnugt um að ökuritinn gerði vaktstjórum útkeyrsludeildar kleift að fylgjast með staðsetningu og ferðum bílaflotans á skjá í stjórnstöð,“ segir í svari Íslandspósts. Persónuvernd mat það sem svo að notkun Íslandspósts á persónuupplýsingum úr ökuritanum hafi ekki samræmst ákvæðum reglna um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga. Ekkert í fræðsluefninu sem sent var til starfsmanna hafi segi til um að gögn úr ökuritanum gætu verið notuð til þess að kanna hvort þeir uppfylli starfsskyldur sínar og í framhaldinu sem rökstuðningur fyrir uppsögn þeirra úr starfi.
Persónuvernd Pósturinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira