Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 22:35 Systkini Domatiliu Caal, fyrir miðju, reyna að hugga hana á staðnum þar sem maður hennar var skotinn til bana af Shane James. Jay Janner/AP Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira