Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 12:31 Íris Róbertsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ræddu niðurstöður PISA í Sprengisandi. Samsett Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. Þær Þorbjörg Helga og Erla Lind , ásamt Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu niðurstöður PISA. Kristján Kristjánsson, stjórnandi þáttarins, spurði þær hvað eigi að gera. Vandamálið sé vitað en ekki hvað eigi að gera. Þorbjörg Helga sagði nokkur atriði vanta. Við séum að reka 170 til 180 skóla og 70-80 sveitarfélög. Þeir séu munaðarlausir og kennarar fái lítinn stuðning. Námsgögn ekki uppfærð og matstæki ekki til staðar. Á sama tíma hafi verið innleitt skóli án aðgreiningar og foreldrar vinni meira. Hlutfall innflytjenda sé meira og sömu upphæð hafi verið varið í ný námsgögn í 25 ár. „Ég er mjög fylgjandi meiri miðstýringu,“ sagði Þorbjörg Helga og að til samanburðar væru jafn margir skólar í Bergen í Noregi og að þeim væri stýrt af einni einingu. Enginn geti sagt til árangur átaka Hún sagði mjög algengt að eitthvað væri sett í gang þegar svona niðurstöður birtast en svo höfum við ekki hugmynd um það hvort það hafi virkað. Ein af ástæðunum fyrir því að slík átök séu ekki stoppuð er að ekkert miðlægt batterí sé til staðar til að stöðva ný átök sem eigi að taka við af því sem áður er. Þorbjörg sagði að það ætti líka að taka það til greina að mjög líklegt væri að þessi 40 prósent sem ekki ná viðmiðum um lesskilning samkvæmt PISA séu ekki með íslensku á heimilunum, búi við slæmar félagslegar aðstæður eða að barnið sé greint með einhverja frávikshegðun. Erla Lind Þórisdóttir er grunnskólakennari og hefur rannsakað lesskilning. Hún sagði að það vantaði meiri athygli á orðaforða og strax við þriggja ára aldur sé hægt að spá fyrir um námsárangur miðað við orðaforða. Hún sagði börn ekki endilega læra mest um orðaforða í lestri heldur líka í samtölum. Tjáskiptin á fyrri stigum þurfi því að vera innihaldsrík. „Við þurfum að nota fullt af orðum þegar við tjáum okkur við börn,“ sagði hún og að börn læri þau orð sem við notum. Hún sagði ekki hægt að benda á einn aðila heldur þurfi allir að taka ábyrgð. Sama hvort það séu kennarar eða stjórnmálafólk. Þurfum að byrja í leikskóla Erla sagði niðurstöðurnar ekki hafa komið henni á óvart. Hún hafi verið ánægð að sjá að börnum líði vel en að það þurfi að bregðast við þessum lélega árangri í lesskilningi. „Þetta er lýðræðismál,“ sagði hún og að það þyrfti að gera miklu meira ef við ætluðum að skora betur á PISA-prófi. Það ætti að byrja á yngra stigi, leikskólastigi, og einbeita okkur að því að auka orðaforða barna þar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og grunnskólakennari, sagði þessar niðurstöður kalla á sérstök viðbrögð. Það liggi fyrir niðurstöður um hvað skóinn kreppir og sé sammála því að það eigi að byrja í leikskólakerfinu. Við séum í einstakri stöðu þar sem 98 prósent barna eru og auðvelt að ná til þeirra. „Við þurfum að vinna menntakerfið í einni heild,“ sagði Íris og að það ætti ekki að vera að horfa til fortíðar. Þetta sé punktmæling sem segi okkur stöðuna í dag og að það ætti að takast á við hana. Hún sagði svo frá verkefni sem unnið hefur verið í Vestmannaeyjum frá 2021, Kveikjum neistann, en mjög góður árangur hefur verið af verkefninu. „Það sem við erum að gera er að hætt að vera þroskaþjófar,“ sagði Íris en verkefnið snýst um að hægja á, einfalda hlutina og sinna hverjum og einum betur. Hún sagði hugtakaskilning það sem hefur komið okkur í vandræði og að það séu mörg tækifæri í því að taka þetta verkefni föstum höndum núna. Miðstýring í bland við einstaklingsmiðaða aðferð Hún sagði bónus við Kveikjum neistann að börnin tengjast betur. Það séu allir að bæta sig og ráða við verkefnin sín. Erla Lind, sem kennir á unglingastigi, sagði innan hvers skóla mikla þekkingu og alla kennara vilja leggja allan sinn metnað í að vinna að þessu en oft þurfi meira svigrúm til að grípa börn fyrr. Hún sagði álagið orðið mikið inn í kennslustofunni og hún finni það eftir því sem árunum líður að hún þarf alltaf að aðstoða börnin meira og meira. Þorbjörg sagði mikilvægt að vera bæði með einstaklingsmiðaða kennslu og góða miðstýringu að ofan. Hún sagði Z-kynslóð alast upp við félagsmiðla í símanum og það sé staðfest að þeir hafi neikvæð áhrif á þau. Við séum í samkeppni við þessa miðla um athygli þeirra. Þar sé orðaforðinn ekki góður. Íris sagði mikilvægt að tryggja að allir nemendur fái sama nesti út í lífið og var sammála að það þyrfti meiri miðstýringu. Það sé á ábyrgð okkar allra, ekki bara kennara. Kristján spurði Erlu út í þessa miðstýringu sem Þorbjörg og Íris tala um og sagði þörf á bæði miðstýringu en líka að skólarnir geti nýtt mannauðinn sem þar er. Það sé ólík samsetning og áskoranir í hverju hverfi til dæmis og skólinn þurfi að geta tekið mið af því. „Það sem okkar skortir innan skólanna er meira fjármagn til að geta unnið vinnuna okkar.“ Íris sagði líka mikilvægt að vita í hvað peningarnir fara og hver útkoman er. Hún sé ekki góð samkvæmt þessari PISA könnun og við þurfum að vita hvað „Við erum í mikilli skuld í námsefni,“ sagði Þorbjörg og að það vantaði mikið að Erla gæti gengið í bunka af námsefni sem henti hennar hópi. Hún þurfi að búa sjálf til námsefni og geti ekki deilt með öðrum því sem hún býr til. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. PISA-könnun Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Réttindi barna Íslensk tunga Tengdar fréttir Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þær Þorbjörg Helga og Erla Lind , ásamt Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þær ræddu niðurstöður PISA. Kristján Kristjánsson, stjórnandi þáttarins, spurði þær hvað eigi að gera. Vandamálið sé vitað en ekki hvað eigi að gera. Þorbjörg Helga sagði nokkur atriði vanta. Við séum að reka 170 til 180 skóla og 70-80 sveitarfélög. Þeir séu munaðarlausir og kennarar fái lítinn stuðning. Námsgögn ekki uppfærð og matstæki ekki til staðar. Á sama tíma hafi verið innleitt skóli án aðgreiningar og foreldrar vinni meira. Hlutfall innflytjenda sé meira og sömu upphæð hafi verið varið í ný námsgögn í 25 ár. „Ég er mjög fylgjandi meiri miðstýringu,“ sagði Þorbjörg Helga og að til samanburðar væru jafn margir skólar í Bergen í Noregi og að þeim væri stýrt af einni einingu. Enginn geti sagt til árangur átaka Hún sagði mjög algengt að eitthvað væri sett í gang þegar svona niðurstöður birtast en svo höfum við ekki hugmynd um það hvort það hafi virkað. Ein af ástæðunum fyrir því að slík átök séu ekki stoppuð er að ekkert miðlægt batterí sé til staðar til að stöðva ný átök sem eigi að taka við af því sem áður er. Þorbjörg sagði að það ætti líka að taka það til greina að mjög líklegt væri að þessi 40 prósent sem ekki ná viðmiðum um lesskilning samkvæmt PISA séu ekki með íslensku á heimilunum, búi við slæmar félagslegar aðstæður eða að barnið sé greint með einhverja frávikshegðun. Erla Lind Þórisdóttir er grunnskólakennari og hefur rannsakað lesskilning. Hún sagði að það vantaði meiri athygli á orðaforða og strax við þriggja ára aldur sé hægt að spá fyrir um námsárangur miðað við orðaforða. Hún sagði börn ekki endilega læra mest um orðaforða í lestri heldur líka í samtölum. Tjáskiptin á fyrri stigum þurfi því að vera innihaldsrík. „Við þurfum að nota fullt af orðum þegar við tjáum okkur við börn,“ sagði hún og að börn læri þau orð sem við notum. Hún sagði ekki hægt að benda á einn aðila heldur þurfi allir að taka ábyrgð. Sama hvort það séu kennarar eða stjórnmálafólk. Þurfum að byrja í leikskóla Erla sagði niðurstöðurnar ekki hafa komið henni á óvart. Hún hafi verið ánægð að sjá að börnum líði vel en að það þurfi að bregðast við þessum lélega árangri í lesskilningi. „Þetta er lýðræðismál,“ sagði hún og að það þyrfti að gera miklu meira ef við ætluðum að skora betur á PISA-prófi. Það ætti að byrja á yngra stigi, leikskólastigi, og einbeita okkur að því að auka orðaforða barna þar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og grunnskólakennari, sagði þessar niðurstöður kalla á sérstök viðbrögð. Það liggi fyrir niðurstöður um hvað skóinn kreppir og sé sammála því að það eigi að byrja í leikskólakerfinu. Við séum í einstakri stöðu þar sem 98 prósent barna eru og auðvelt að ná til þeirra. „Við þurfum að vinna menntakerfið í einni heild,“ sagði Íris og að það ætti ekki að vera að horfa til fortíðar. Þetta sé punktmæling sem segi okkur stöðuna í dag og að það ætti að takast á við hana. Hún sagði svo frá verkefni sem unnið hefur verið í Vestmannaeyjum frá 2021, Kveikjum neistann, en mjög góður árangur hefur verið af verkefninu. „Það sem við erum að gera er að hætt að vera þroskaþjófar,“ sagði Íris en verkefnið snýst um að hægja á, einfalda hlutina og sinna hverjum og einum betur. Hún sagði hugtakaskilning það sem hefur komið okkur í vandræði og að það séu mörg tækifæri í því að taka þetta verkefni föstum höndum núna. Miðstýring í bland við einstaklingsmiðaða aðferð Hún sagði bónus við Kveikjum neistann að börnin tengjast betur. Það séu allir að bæta sig og ráða við verkefnin sín. Erla Lind, sem kennir á unglingastigi, sagði innan hvers skóla mikla þekkingu og alla kennara vilja leggja allan sinn metnað í að vinna að þessu en oft þurfi meira svigrúm til að grípa börn fyrr. Hún sagði álagið orðið mikið inn í kennslustofunni og hún finni það eftir því sem árunum líður að hún þarf alltaf að aðstoða börnin meira og meira. Þorbjörg sagði mikilvægt að vera bæði með einstaklingsmiðaða kennslu og góða miðstýringu að ofan. Hún sagði Z-kynslóð alast upp við félagsmiðla í símanum og það sé staðfest að þeir hafi neikvæð áhrif á þau. Við séum í samkeppni við þessa miðla um athygli þeirra. Þar sé orðaforðinn ekki góður. Íris sagði mikilvægt að tryggja að allir nemendur fái sama nesti út í lífið og var sammála að það þyrfti meiri miðstýringu. Það sé á ábyrgð okkar allra, ekki bara kennara. Kristján spurði Erlu út í þessa miðstýringu sem Þorbjörg og Íris tala um og sagði þörf á bæði miðstýringu en líka að skólarnir geti nýtt mannauðinn sem þar er. Það sé ólík samsetning og áskoranir í hverju hverfi til dæmis og skólinn þurfi að geta tekið mið af því. „Það sem okkar skortir innan skólanna er meira fjármagn til að geta unnið vinnuna okkar.“ Íris sagði líka mikilvægt að vita í hvað peningarnir fara og hver útkoman er. Hún sé ekki góð samkvæmt þessari PISA könnun og við þurfum að vita hvað „Við erum í mikilli skuld í námsefni,“ sagði Þorbjörg og að það vantaði mikið að Erla gæti gengið í bunka af námsefni sem henti hennar hópi. Hún þurfi að búa sjálf til námsefni og geti ekki deilt með öðrum því sem hún býr til. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
PISA-könnun Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Réttindi barna Íslensk tunga Tengdar fréttir Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í talmáli unglinga Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 8. desember 2023 12:21
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. 6. desember 2023 19:33
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5. desember 2023 21:49