Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heimir Már Pétursson skrifar 12. desember 2023 19:21 Konur syrgja ættingja sem létust í sprengjuárás Ísraelshers á Rafah. AP/Fatima Shbair Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. Eftir árásir Hamasliða á Ísrael hinn 7. október þar sem um 1.400 óbreyttir borgarar féllu og um 240 voru teknir í gíslingu, einbeitti Ísraelsher sér að norðurhluta Gazastrandarinnar, samnefnda borg og nágrenni hennar. Íbúum svæðisins var ráðlagt að flýja suður á bóginn. Undanfarið hafa Ísraelsmenn hins vegar gert miklar loftárásir á mið- og suðurhluta Gaza og sent inn öflugan landher í þeim tilgangi að eyðileggja búðir og vopnageymslur Hamas og handsama leiðtoga þeirra. Síðast liðna nótt gerðu þeir loftárás á íbúðabyggð í bænum Deir al-Balah á mið-Gaza og Maghazi flóttamannabúðirnar. Að minnsta kosti 33 létust í þeim arásum, þar af 14 konur og fjögur börn. Lítið stendur eftir af húsum sem voru sprengd upp í Rafah síðast liðna nótt.AP/Fatima Shbair „Það er gríðarleg eyðilegging. Hús nágranna okkar var sprengt. Flestir þeirra létust, meira en 30 manns. Þeir hýstu flóttafólk. Megi guð blessa sál þeirra. Enginn hérna hefur neitt með stríðið að gera. Við erum óbreyttir borgarar. Það er engin andspyrna á götunum. Það er ekkert. Við erum öll óbreyttir borgarar,“ sagði Momen Mabrouk. Í morgun leitaði fólk að ástvinum sínum í rústum húsa í bænum Rafah, syðst á Gaza, eftir öflugar árásir Ísraelshers síðst liðna nótt. Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust í þeim árásum, þeirra á meðal börn. Fólkið tilheyrði flest aðeins þremur fjölskyldum. Islam Harab missti þrjú barna sinna. Islam Harab með látinn son sinn í fanginu og lík tvíbura dætra hans fyrir framan sig.AP/Fatima Shbair „Fjögur hús voru sprengd með þremur eldflaugum frá F16 herþotum. Í mínu húsi voru níu flóttamenn frá Gazaborg. Shujaiya og Zeitoun dóu ásamt tvíburadætrum mínum Maríu og Jude og little sonur minn Ammar dó líka,“ sagði Harab þar sem hann sat með lík sonar síns í fanginu með lík dætra sinna við fætur sér. Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels segir herinn ekki ætla að vera um alla framtíð á Gaza en hann færi ekki fyrr en búið væri að uppræta Hamas. Fjöldi Hamasliða hefði gefist upp. Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels segir Hamasliða aðeins hafa tvo kosti, að deyja eða gefast upp.AP „Á meðal þeirra sem gefast upp eru hryðjuverkamenn sem tóku þátt í aðgerðunum 7. október.Þeir sem í morðæði drápu börn og nauðguðu konum eru nú í þeirri stöðu að hafa aðeins tvo kosti: að deyja eða gefast upp,“ sagði varnarmálaráðherrann. Herinn væri við það að brjóta Hamas á bak aftur í norðurhlutanum í og við Gazaborg. Aðgerðum yrði haldið áfram í suðurhlutanum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ný ályktun um tafarlaust vopnahlé lögð fyrir á allsherjarþingi SÞ Ný ályktun verður lögð fyrir neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í dag vegna átakanna á Gasa. 12. desember 2023 06:56 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Eftir árásir Hamasliða á Ísrael hinn 7. október þar sem um 1.400 óbreyttir borgarar féllu og um 240 voru teknir í gíslingu, einbeitti Ísraelsher sér að norðurhluta Gazastrandarinnar, samnefnda borg og nágrenni hennar. Íbúum svæðisins var ráðlagt að flýja suður á bóginn. Undanfarið hafa Ísraelsmenn hins vegar gert miklar loftárásir á mið- og suðurhluta Gaza og sent inn öflugan landher í þeim tilgangi að eyðileggja búðir og vopnageymslur Hamas og handsama leiðtoga þeirra. Síðast liðna nótt gerðu þeir loftárás á íbúðabyggð í bænum Deir al-Balah á mið-Gaza og Maghazi flóttamannabúðirnar. Að minnsta kosti 33 létust í þeim arásum, þar af 14 konur og fjögur börn. Lítið stendur eftir af húsum sem voru sprengd upp í Rafah síðast liðna nótt.AP/Fatima Shbair „Það er gríðarleg eyðilegging. Hús nágranna okkar var sprengt. Flestir þeirra létust, meira en 30 manns. Þeir hýstu flóttafólk. Megi guð blessa sál þeirra. Enginn hérna hefur neitt með stríðið að gera. Við erum óbreyttir borgarar. Það er engin andspyrna á götunum. Það er ekkert. Við erum öll óbreyttir borgarar,“ sagði Momen Mabrouk. Í morgun leitaði fólk að ástvinum sínum í rústum húsa í bænum Rafah, syðst á Gaza, eftir öflugar árásir Ísraelshers síðst liðna nótt. Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust í þeim árásum, þeirra á meðal börn. Fólkið tilheyrði flest aðeins þremur fjölskyldum. Islam Harab missti þrjú barna sinna. Islam Harab með látinn son sinn í fanginu og lík tvíbura dætra hans fyrir framan sig.AP/Fatima Shbair „Fjögur hús voru sprengd með þremur eldflaugum frá F16 herþotum. Í mínu húsi voru níu flóttamenn frá Gazaborg. Shujaiya og Zeitoun dóu ásamt tvíburadætrum mínum Maríu og Jude og little sonur minn Ammar dó líka,“ sagði Harab þar sem hann sat með lík sonar síns í fanginu með lík dætra sinna við fætur sér. Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels segir herinn ekki ætla að vera um alla framtíð á Gaza en hann færi ekki fyrr en búið væri að uppræta Hamas. Fjöldi Hamasliða hefði gefist upp. Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels segir Hamasliða aðeins hafa tvo kosti, að deyja eða gefast upp.AP „Á meðal þeirra sem gefast upp eru hryðjuverkamenn sem tóku þátt í aðgerðunum 7. október.Þeir sem í morðæði drápu börn og nauðguðu konum eru nú í þeirri stöðu að hafa aðeins tvo kosti: að deyja eða gefast upp,“ sagði varnarmálaráðherrann. Herinn væri við það að brjóta Hamas á bak aftur í norðurhlutanum í og við Gazaborg. Aðgerðum yrði haldið áfram í suðurhlutanum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ný ályktun um tafarlaust vopnahlé lögð fyrir á allsherjarþingi SÞ Ný ályktun verður lögð fyrir neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í dag vegna átakanna á Gasa. 12. desember 2023 06:56 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ný ályktun um tafarlaust vopnahlé lögð fyrir á allsherjarþingi SÞ Ný ályktun verður lögð fyrir neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í dag vegna átakanna á Gasa. 12. desember 2023 06:56
Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17