Arnar Freyr átti mjög góðan leik þegar Melsungen gerði jafntefli við Magdeburg, 29-29. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum.
Melsungen á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar. Hægri hornamaðurinn Timo Kastening er einnig í því en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum gegn Magdeburg.
Arnar Freyr og félagar eru í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá toppliðum Magdeburg og Füchse Berlin.
Arnar Freyr hefur skorað 21 mark á tímabilinu og er með 84 prósent skotnýtingu.