Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Árni Hrannar Haraldsson skrifar 12. desember 2023 17:31 Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Landsvirkjun Jarðhiti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun