Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. desember 2023 22:52 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. „Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira