Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:14 Ráðstefnan hefur staðið síðustu tvær vikurnar. EPA Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20