Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 12:50 Ólafur Helgi Árnason og Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir hafa verið skipuð í embætti héraðsdómara í Reykjavík. Þá hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari. Vísir/Vilhelm/stjr Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni. Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni.
Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45
Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25