Körfuknattleikssambandið bendir á þessa staðreynd á samfélagsmiðlum í dag og segir árangurinn frábæran, og staðfestingu á að starfið sé á réttri leið.
Karlalandslið íslands er í 48. sæti heimslistans, af 159 þjóðum, og í 24. sæti í Evrópu, eftir að hafa í byrjun þessa árs verið aðeins einni körfu frá því að tryggja sig inn á HM í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er svo í 65. sæti heimslistans, af 116 þjóðum, og í 29. sæti í Evrópu.
En yngri landslið Íslands hafa heldur aldrei verið eins ofarlega, eftir Evrópukeppnirnar í sumar. Í heildina eru þau í 21. sæti af 51 þjóð í Evrópu, en þar er horft til árangurs U16, U18 og U20 liða drengja og stúlkna. Til samanburðar var Ísland í 28. sæti árið 2019.
Stúlknaliðin eru í 20. sæti samanlagt, tíu sætum ofar en árið 2019, og drengjaliðin eru í 22. sæti eftir að hafa verið í 27. sæti árið 2019.