Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 14. desember 2023 21:00 Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál ASÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skilaði Samkeppniseftirlitið af sér viðbótarumsögn um fjárlagafrumvarp 2024 sem nú er í lokavinnslu á Alþingi. Þar kemur fram að „grafalvarleg staða” ríki í samkeppnismálum hér á landi sökum þeirrar sveltistefnu sem íslenskir ráðamenn hafa beitt á liðnum árum. Fram kemur m.a. að fjárframlög til eftirlitsins munu lækka um 20% frá árinu 2014 til 2024 á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnum eftirlitsins hefur fjölgað og efnahagsumsvif aukist um og yfir 35-40%! Erlend fordæmi hundsuð Þetta er með miklum ólíkindum og verður enn furðulegra þegar haft er í huga að víða hafa stjórnvöld brugðist við miklum verðhækkunum og verðbólgu með auknu samkeppniseftirliti. Má nefna Svíþjóð, Bretland og Bandaríkin sem nýleg dæmi. Erlendis þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að grípa til slíkra aðgerða þegar efnahagshamfarir ríða yfir líkt og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu misserin. Virk samkeppni er talin nauðsynleg sem liður í efnahagslegum viðbrögðum við verðbólgu og miklum verðlagshækkunum. Tilgangurinn með bættu eftirliti er vitaskuld að halda upp vörnum fyrir hagsmuni almennings. Stjórnvöldum hér á landi þykir hins vegar með öllu ástæðulaust að bregðast við með sama hætti og sjálfsagt þykir víðast um hinn vestræna heim. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin hafi ítrekað bent á að við núverandi aðstæður fái það tæpast sinnt lögbundnum skyldum sínum. Vond skilaboð inn í kjarasamninga Samkeppni er launafólki á Íslandi mjög mikilvæg enda stuðlar hún ekki einungis að lægra verðlagi heldur styður hún við framleiðni, hagvöxt og hærra atvinnustig svo eitthvað sé nefnt. Fyrir liggur að samkeppni á mikilvægum mörkuðum á Íslandi er ábótavant. Á þetta hefur ítrekað verið bent með rannsóknum. Þá blasir við að samkeppniseftirlit er sérlega mikilvægt í litlu hagkerfi á borð við Ísland þar sem fákeppni ríkir á flestum mörkuðum og aðgangshindranir eru miklar. Það er beinlínis galið að gera aðhaldskröfu gagnvart þessari mikilvægu stofnun, almennt og sérstaklega við ríkjandi aðstæður. Almenningur hlýtur að spyrja; hvers vegna er íslenskum stjórnmálamönnum svo illa við samkeppniseftirlit? Hvers vegna mega Íslendingar ekki njóta þess ábata sem fylgir starfsemi Samkeppniseftirlitsins? Hagsmuna hverra er þetta fólk að gæta? Að veikja Samkeppniseftirlitið eru vond skilaboð inn í kjarasamninga og misráðin aðgerð af hálfu stjórnvalda sem ættu með réttu að efla það og stuðla þannig að lægra verðlagi og auknum kaupmætti almennings í landinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar