Frakkar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Liðið náði fljótt átta marka forskoti í stöðunni 10-2.
Mest náði franska liðið tíu marka forystu í fyrri hálfleik og leiddu með átta mörkum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 19-11.
Svíar náðu að klóra í bakkann í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, en Frakkar náðu vopnum sínum fljótt á ný og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu.
Franska liðið vann að lokum öruggan níu marka sigur, 37-28, og er því á leið í úrlsitaleik HM þar sem ríkjandi heimsmeistarar Noregs bíða þeirra. Svíar munu hins vegar leika um bronsið gegn Dönum.