Fyrir leikinn í dag höfðu Eyjamenn unnið sigur í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en Víkingar tapað sex leikjum í röð. Það var því búist við Eyjasigri í dag.
ÍBV tók frumkvæðið strax í byrjun leiks og voru 19-10 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik stigu þeir ekki af bensíngjöfinni og héldu áfram að auka forskotið.
Þegar flautað var til leiksloka var staðan 40-22 og átján marka sigur ÍBV staðreynd. ÍBV er nú komið upp í annað sæti deildarinnar og er fimm stigum á eftir toppliði FH.
Gauti Gunnarsson var markahæstur í liði ÍBV í dag með átta mörk en Elmar Erlingsson skoraði fimm. Ellefu leikmenn ÍBV komust á blað í leiknum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur hjá Víkingum með sjö mörk.