Manchester City og Crystal Palace gerðu í dag 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni. City komst í 2-0 en tvö mörk frá Palace á síðasta stundarfjórðungnum tryggðu þeim stig á Etihad-leikvanginum. Jöfnunarmark Michael Olise kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma.
Pep Guardiola var vitaskuld svekktur þegar hann ræddi við stjórnendur Match of the Day í leikslok.
„Við köstuðum frá okkur tveimur stigum. Við sýndum góða frammstöðu. Við stjórnuðum hraðanum vel og áttum mörg góð föst leikatriði. Það sem gerist í öðru marki Crystal Palace má ekki gerast á þessu stigi. Við tókum slæmar ákvarðanir í vítateignum og var refsað,“ sagði Guardiola eftir leik.
„Hvað get ég sagt? Við gerum allt og lið sem verst svona djúpt niðri í vítateignum. Þeir koma og okkur er refasð en við þurfum að vera rólegri og yfirvegaðri í þessari stöðu. Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti en þetta er eins og það er. Halda áfram, læra af þessu og svo er það næsti leikur.“