Hilmar Smári leikur með Bremerhaven og Hilmar með Munster en þeir mættust einmitt í deildinni um síðustu helgi þar sem lið Munster hafði betur.
Í kvöld lék Bremerhaven gegn Paderborn á heimavelli. Hilmar Smári lék í tæpar tuttugu mínútur í nokkuð öruggum sigri Bremerhaven. Lokatölur 108-89 en Hilmar Smári skoraði níu stig og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.
Hilmar Pétursson og félagar þurftu hins vegar að sætta sig við naumt tap gegn Kircheim á útivelli. Hilmar skoraði tíu stig og gaf þrjár stoðsendingar í 82-80 tapi. Dramatíkin var næg í kvöld því Kircheim tryggði sér sigurinn með því að skora úr þremur vítaskotum þegar ein sekúnda var eftir af leiknum.
Eftir leiki kvöldsins er Munster í 7. sæti með 14 stig en Bremerhaven í 14. sæti með 8 stig.