Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 19:37 Íbúar á Gasa afferma flutningabíl með neyðarbirgðum. AP/Fatima Shbair Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira