Chance Comanche og kærasta hans eru grunuð um að hafa orðið ungri konu að bana í Las Vegas.
Comanche og kærastan mæltu sér mót við konuna 5. desember. Tveimur dögum síðar var tilkynnt um hvarf hennar. Lík hennar fannst svo í Nevada.
Kærasta Comanches var handtekin á miðvikudaginn og hann sjálfur á föstudaginn. Hann á að mæta fyrir rétt á morgun.
Félag Comanches, Stockton Kings, rifti samningi hans eftir að hann var handtekinn. Hann lék einn leik með Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í apríl á þessu ári.