Morant skoraði þá sigurkörfu Memphis Grizzlies á lokasekúndunum þegar liðið vann 115-113 sigur á New Orleans Pelicans.
Morant gerði gott betur en það því hann endaði leikinn með 34 stig og 8 stoðsendingar. Þetta er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik eftir svo langt leikbann.
JA MORANT CAPS THE @memgrizz 24-POINT COMEBACK WITH THE #TISSOTBUZZERBEATER!
— NBA (@NBA) December 20, 2023
34 points for Ja in the thrilling W.#TimeDefinesGreatness pic.twitter.com/qa3tEPQwry
„Ég er búinn að leggja mikið á mig. Ég hafði ekki spilað í átta mánuði og fékk góðan tíma til að læra betur inn á sjálfan mig. Það voru fullt af erfiðum dögunum en körfuboltinn er mitt líf og ég er svo spenntur að vera kominn til baka,“ sagði Ja Morant.
Morant var dæmdur í leikbann fyrir að veifa byssu á almannafæri en myndbönd með honum birtust á samfélagsmiðlum. Þegar hann lét ekki segjast og sást aftur með byssu á lofti þá tók NBA deildin mjög hart á honum og dæmdi hann í þetta langa bann.
Memphis Grizzlies saknaði auðvitað síns besta manns mjög mikið en liðið vann aðeins 6 af 25 leikjum án hans. Liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt.
Ja Morant: "I've been putting work in, man. I ain't played a game in 8 months... Basketball is my life, what I love, therapeutic for me, and I'm just excited to be back."
— ClutchPoints (@ClutchPoints) December 20, 2023
Stephanie Ready: "Alright, walk us through that last play?"
Ja: "Call 12." pic.twitter.com/F61Auoiwpk