Mótmælendur reyndu að brjótast inn í ráðhús Belgrad Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 13:33 Frá mótmælunum í gær. EPA Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a> Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a>
Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58