Í þessu ellefta jólaávarpi páfatíðar sinnar kallar hann eftir lokum átaka á stöðum eins og Úkraínu, Sýrlandi, Jemen, Líbanon, Armeníu og Aserbaídsjan og bættri réttarvörslu flóttafólks um allan heim.
„Hve mörgum sakleysingjum er slátrað í heimi okkar! Í maga móður sinnar, í svaðilförum vegna örvæntingar og leitar að von, í lífi allra þeirra litlu hvers æska hefur verið eyðilögð af stríði. Þau eru litlu Jesúar dagsins í dag,“ segir páfinn.
Krefst friðar í landinu helga
Hann veitti Palestínumönnum sérstaka athygli í ræðu sinni þar á meðal Gasamönnum sem urðu fyrir einni mannskæðustu loftárás átakanna þar í landi síðustu mánaða þar sem meira en hundrað manns létu lífið og það á sjálfri jólanótt.
„Verði friður í Ísrael og Palestínu, þar sem stríð eyðileggur líf fólksins. Ég faðma þau öll, sérstaklega kristna samfélagið í Gasa og landið helga allt,“ segir hann.
Frans páfi ítrekaði kröfu sína um að Ísraelsmenn hætti hernaðaraðgerðum sínum og kallar eftir lausn við alvarlega mannúðarástandinu sem ríkir í Gasa.