Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 15:36 Ummæli Ye urðu til þess að hann var bannaður á samfélagsmiðlunum X og Instagram um stund. Getty/Jacopo M. Raule Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest) Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Sjá meira
Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest)
Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Sjá meira