Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 19:31 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar lumar á á ýmsum góðum ráðum. Vísir/Vilhelm Of margir ruglast á áramótaheitum og markmiðum. Margir setja sér ekki nægilega sértæk markmið um áramótin, sem eru ekki heldur endilega besti tíminn fyrir slíkt þrátt fyrir allt. Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“ Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“
Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira