Þá verður farið yfir nýjustu fylgismælingar og prófessor í stjórnmálafræði mætir í myndver og greinir stöðuna.
Við segjum einnig frá síversnandi mannúðarkrísu á Gasa, og sýnum myndir frá kyrrðarstund sem var haldin var á Austurvelli, til minningar um þau sem hafa látist í árásum Ísraelshers á Palestínu.
Við hittum tvo menn sem hafa horft á 29 áramótaskaup á árinu. Við heyrum hver eru bestu skaupin í gegnum tíðina og heyrum þeirra spár og óskir fyrir skaupið 2023.
Eins kynnum við okkur hvernig áramótaveðrið verður í beinni útsendingu og segjum frá réttum sem breytt hefur verið í skautasvell.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu hér á Vísi, og á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, klukkan hálf sjö.