Þetta staðfesti samgönguráðherra Japans um hádegisbil í dag. Japanskir fjölmiðlar greina frá því að flugstjóri vélarinnar hafi komist lífs af en að hann sé alvarlega slasaður. Hin fimm sem hafi verið um borð hafi öll látist.
Talið er að flugvél strandgæslunnar hafi verið á leið með mat og önnur hjálpargögn á hamfarasvæðið eftir að mikill jarðskjálfti reið yfir í Japanshafi í gær. Skjálftinn var 7,6 að stærð sem reið þar yfir en yfirvöld hafa greint frá því að í það minnsta þrjátíu hafi látið lífið vegna skjálftans.
Um borð í farþegavélinni voru 379 farþegar auk áhafnar en allir komust út á lífi. Nánari upplýsingar um líðan farþeganna eru ekki til staðar að svo stöddu.
Forsætisráðherra Japan hefur sent samúðarkveðjur á aðstandendur þeirra sem létust í slysinu.