Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 18:03 Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan bygginguna í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í kjölfar sprengingarinnar í dag. AP Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26