Trendin 2024: Gervigreindin hræðir, uppsagnir áfram og mannlegi þátturinn mikilvægastur Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. janúar 2024 07:01 Job interview with futuristic cyborg Job interview with futuristic cyborg. This is entirely 3D generated image. Eitt það skemmtilega við áramótin er hvernig við eins og ósjálfrátt veltum fyrir okkur við hverju má búast á nýju ári. Eða setjum okkur markmið um hvað við ætlum okkur. Erlendir miðlar velta fyrir sér trendum og horfum og það sem er hvað mest áberandi þegar kemur að árinu 2024 er gervigreindin AI: Sem virðist bæði hræða fólk og laða að. BBC Worklife er til dæmis tíðrætt um AI. Ekki aðeins með umfjöllunum um hvaða störf gervigreindin er líkleg til að leysa úr hólmi, heldur er sérstakur gervigreindar-kvíði orðinn að veruleika hjá fólki: Já, þar sem óttinn við að missa vinnuna sína eða lífsviðurværi vegna tækniþróunarinnar er farinn að hrjá fólk. Þá virðast flestir gera ráð fyrir að fólk munu áfram segja upp og færa sig á milli starfa eða starfsgreina í mun meira mæli en atvinnulífið hefur nokkur tíma upplifað áður. Þessi þróun varð mjög sýnileg í kjölfar Covid og virðist ekki vera að dvína þegar á heildina er litið. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Pwc sýna að 26% fólks á vinnumarkaði stefnir á að skipta um vinnu árið 2024. Rannsóknin var alþjóðleg. Viðhorf til menntunar er að breytast og ekki þarf nema einfalt gúggl til að sjá að mjög víða um heim eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk er síður að velja háskólanám nú en áður, meðal annars vegna fyrirséðra breytinga með tilkomu gervigreindar. Atvinnulífið hefur meðal annars fjallað um hvernig ungt fólk virðist vera að velja sér nám með allt öðru hugarfari en áður. Kynslóðaskipti eru fyrirséð mjög víða en í fyrsta sinn í sögunni eru fjórar kynslóðir starfandi saman á vinnumarkaði. Þetta þýðir meira en aðeins breyting á samsetningum starfshópa, því rannsóknir sýna að ungt fólk er ekki að staldra við jafn lengi og eldri kynslóðir á sömu vinnustöðum. Hraðari starfsmannavelta er því fyrirséð til langs tíma. Loftlagsmálin og sjálfbærni eru kannski það trend helst sem fyrirséð er að atvinnulífið þarf beinlínis að takast á við árið 2024 óháð því hvort vilji sé fyrir því eða ekki; regluverk er einfaldlega að breytast víða og mikil nýsköpun þessum málum tengdum að líta dagsins ljós. Atvinnulífið á Vísi mun áfram leggja áherslu á þessi mál með reglubundinni umfjöllun. Fjarvinna er síðan komin til að vera og telst varla mjög fréttnæm í dag. Skiptar skoðanir virðast þó á því hvaða fyrirkomulag er best eða vinsælast. Greinahöfundur Forbes spáir því til dæmis að blandað fyrirkomulag sé það sem muni vaxa hvað hraðast áfram. Streita og líkur á kulnun halda áfram að mælast mjög hátt víðast hvar. Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar mælingar Gallup á þetta ekkert síst við fólk í stjórnendastörfum. Í sömu rannsókn sýna niðurstöður að fyrirtæki þurfa áþreifanlega að setja sér langtímamarkmið um hvernig fjarvinnufyrirkomulagi verði háttað innan vinnustaðarins. Allt það mannlega er síðan vaxandi hluti atvinnulífs. Hvernig fólki líður, hvaða gildi skipta fólk mestu máli, hvers konar líf fólk kýs að lifa og svo framvegis. Þetta þýðir að þótt umfjöllun um kjarasamninga verði væntanlega áberandi í almennum fréttum komandi mánuða, eru það á endanum ekki launin sem gera útslagið um það hvernig fyrirtækjum gengur að halda í gott starfsfólk. Hér má sjá grein um draumastarfið í boði gervigreindarinnar AI sem birt var í Atvinnulífinu fyrir jólin. Vinnumarkaður Starfsframi Tækni Fjarvinna Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Ungt fólk að segja upp vinnunni í beinni á TikTok Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis. 10. nóvember 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Erlendir miðlar velta fyrir sér trendum og horfum og það sem er hvað mest áberandi þegar kemur að árinu 2024 er gervigreindin AI: Sem virðist bæði hræða fólk og laða að. BBC Worklife er til dæmis tíðrætt um AI. Ekki aðeins með umfjöllunum um hvaða störf gervigreindin er líkleg til að leysa úr hólmi, heldur er sérstakur gervigreindar-kvíði orðinn að veruleika hjá fólki: Já, þar sem óttinn við að missa vinnuna sína eða lífsviðurværi vegna tækniþróunarinnar er farinn að hrjá fólk. Þá virðast flestir gera ráð fyrir að fólk munu áfram segja upp og færa sig á milli starfa eða starfsgreina í mun meira mæli en atvinnulífið hefur nokkur tíma upplifað áður. Þessi þróun varð mjög sýnileg í kjölfar Covid og virðist ekki vera að dvína þegar á heildina er litið. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Pwc sýna að 26% fólks á vinnumarkaði stefnir á að skipta um vinnu árið 2024. Rannsóknin var alþjóðleg. Viðhorf til menntunar er að breytast og ekki þarf nema einfalt gúggl til að sjá að mjög víða um heim eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk er síður að velja háskólanám nú en áður, meðal annars vegna fyrirséðra breytinga með tilkomu gervigreindar. Atvinnulífið hefur meðal annars fjallað um hvernig ungt fólk virðist vera að velja sér nám með allt öðru hugarfari en áður. Kynslóðaskipti eru fyrirséð mjög víða en í fyrsta sinn í sögunni eru fjórar kynslóðir starfandi saman á vinnumarkaði. Þetta þýðir meira en aðeins breyting á samsetningum starfshópa, því rannsóknir sýna að ungt fólk er ekki að staldra við jafn lengi og eldri kynslóðir á sömu vinnustöðum. Hraðari starfsmannavelta er því fyrirséð til langs tíma. Loftlagsmálin og sjálfbærni eru kannski það trend helst sem fyrirséð er að atvinnulífið þarf beinlínis að takast á við árið 2024 óháð því hvort vilji sé fyrir því eða ekki; regluverk er einfaldlega að breytast víða og mikil nýsköpun þessum málum tengdum að líta dagsins ljós. Atvinnulífið á Vísi mun áfram leggja áherslu á þessi mál með reglubundinni umfjöllun. Fjarvinna er síðan komin til að vera og telst varla mjög fréttnæm í dag. Skiptar skoðanir virðast þó á því hvaða fyrirkomulag er best eða vinsælast. Greinahöfundur Forbes spáir því til dæmis að blandað fyrirkomulag sé það sem muni vaxa hvað hraðast áfram. Streita og líkur á kulnun halda áfram að mælast mjög hátt víðast hvar. Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar mælingar Gallup á þetta ekkert síst við fólk í stjórnendastörfum. Í sömu rannsókn sýna niðurstöður að fyrirtæki þurfa áþreifanlega að setja sér langtímamarkmið um hvernig fjarvinnufyrirkomulagi verði háttað innan vinnustaðarins. Allt það mannlega er síðan vaxandi hluti atvinnulífs. Hvernig fólki líður, hvaða gildi skipta fólk mestu máli, hvers konar líf fólk kýs að lifa og svo framvegis. Þetta þýðir að þótt umfjöllun um kjarasamninga verði væntanlega áberandi í almennum fréttum komandi mánuða, eru það á endanum ekki launin sem gera útslagið um það hvernig fyrirtækjum gengur að halda í gott starfsfólk. Hér má sjá grein um draumastarfið í boði gervigreindarinnar AI sem birt var í Atvinnulífinu fyrir jólin.
Vinnumarkaður Starfsframi Tækni Fjarvinna Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05 Ungt fólk að segja upp vinnunni í beinni á TikTok Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis. 10. nóvember 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. 13. september 2023 07:05
Ungt fólk að segja upp vinnunni í beinni á TikTok Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis. 10. nóvember 2023 07:00
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00
Stjörnustarfsmaðurinn: Vinnustaðurinn þarf að samræmast þörfum hans og gildum Nýleg samantekt McKinsey gefur til kynna að fyrirtæki séu ekki að ná þeim árangri sem þau telja varðandi aukna vellíðan starfsfólks á vinnustað. 30. ágúst 2023 07:01
Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00