Andrés, Clinton og Trump nefndir til sögunnar í Epstein-skjölunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 06:44 Það er fátt um bombur í dómsskjölunum sem núna hafa verið birt, eftir mikla eftirvæntingu. AP Andrés Bretaprins og Bill Clinton og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, eru meðal þeirra sem eru nefndir í dómsskjölum í tengslum við athafna- og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Dómsskjölin voru birt í gær, í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Ekki er um að ræða eiginlegan lista eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga og vikur, heldur koma nöfn vina og kunningja Epstein oftast fram í vitnisburðum gegn Epstein. Gögnin telja um 900 blaðsíður en fleiri verða birt á næstu dögum. Skjölin varða meðal annars Johönnu Sjoberg, sem greindi meðal annars frá því að Andrés hefði tekið um brjóst sitt þegar hann stillti sér upp fyrir mynd með henni og Virginiu Giuffre. Konungsfjölskyldan greiddi Giuffre milljónir í sátt árið 2022 eftir að hún sakaði Andrés um að hafa misnotað sig þegar hún var 17 ára. Andrés hefur ávallt haldið því fram að hann sé saklaus og hafi aldrei hitt Giuffre. Í gögnunum er einnig fjallað um Bill Clinton og Donald Trump en þeir eru þó ekki sakaðir um neitt ólöglegt. Eins og áður hefur komið fram segir í skjölunum að Clinton hafi ferðast nokkrum sinnum með einkaþotu Epstein. Þá bar Sjoberg þess vitni að Epstein hefði eitt sinn tjáð henni að Clinton „vildi þær ungar“. Trump er nefndur til sögunnar í tengslum við atvik þar sem ekki var hægt að lenda þotunni í New York og ákveðið var að lenda í Atlantic City í staðinn. „Frábært, við bjöllum í Trump,“ á Epstein þá að hafa sagt. Sjoberg var spurð að því við yfirheyrslur hvort hún hefði einhvern tímann verið látinn nudda Trump, líkt og stúlkurnar voru gjarnan látnar gera við aðra vini Epstein, en hún svaraði neitandi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019 en Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Donald Trump Bill Clinton Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira